1992 ÍA – Breiðablik 1 – 1. Blikastúlkur höfðu ástæðu til að fagna jafnteflinu gegn Skagastúlkum í gærkvöldi. Hér er hluti liðsins að þakka áhangendum sínum stuðninginn eftir leikinn. Frá vinstri: Katrín Jónsdóttir, Þjóðhildur Þórðardóttir, Olga Færseth, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Unnur Þorvaldsdóttir, Kristrún Daðadóttir, Ásthildur Helgadóttir og Sigfríður Sophusdóttir.
Olga Færseth var mesti markaskorarinn í íslenskri kvenna knattspyrnu á árinu 1994. Hún varð markadrottning 1.deildar með 24 mörk og skoraði 2 mörk fyrir landsliðið í Evrópukeppninni – annað þeirra var sigurmarkið gengn Hollandi í hennar fyrsta A-landsleik.
Mynd: Íslensk knattspyrna